Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Fermingarbörn um allt land safna til vatnsverkefna Hjálparstarfsins 01.11.2010

Fermingarbörn úr 65 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús á tímabilinu 1.-9. nóvember milli kl 17:30 og 21 og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þrem löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu.

Starfsfólk kirkjunnar fræðir um 3000 fermingarbörn um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Mörg þeirra hittu Stephen og Charity frá Úganda sem heimsóttu um 1700 fermingarbörn um allt land og sögðu frá lífi sínu og aðstæðum. Í fræðslunni heyra börnin um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar hvernig hægt er að safna rigningarvatni og grafa brunna sem veita hreint vatn sem gjörbreytir lífinu til hins betra. Með þessu fá fermingarbörnin tækifæri til að láta til sín taka og gefa Íslendingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni. Sjá viðtal við Charity og Stephen síðasta fréttablaði Hjálparstarfsins og myndband á vef kirkjunnar.

Þetta er í 12. sinn sem söfnunin er haldin. Í fyrra söfnuðu fermingarbörn 8,2 milljónum króna. Hvað gerist í ár?

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning: 0334-26-56200 kt. 450670-0499.

Til baka