Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Barnabros gefa upplifun 20.10.2010

Þær Rannveig Sigfúsdóttir og Andrea Margeirsdóttir stofnuðu Barnabros og á myndinni sést Andrea afhenda Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa Hjálparstarfsins gjöfina. „Við viljum hjálpa til og gleðja börn með gjafabréfi á upplifun. Góðar upplifanir víkka sjóndeildarhringinn, efla hugmyndaflugið og styrkja tengsl foreldra og barna. Við leggjum áherslu á að foreldrar fari með börnum sínum og þeir fá miða líka. Þannig styrkjum við fjölskylduna og vellíðan allra. Við vorum lengi búnar að ganga með það í maganum að finna góða leið til að gleðja börn. Nú erum við nýbúnar að stofna Barnabros og undirtektir hafa verið mjög góðar. Hjálparstofnanir leggja höfuðáherslu á mat og brýnar nauðsynjar svo við vildum sinna öðrum mikilvægum þætti. Ekki síst á þessum tímum ber okkur sérstaklega að hlúa að börnunum okkar, sem og reyndar alltaf", segja þær Rannveig og Andrea.

Rannveig er viðskiptafræðingur og hefur unnið sjálfboðavinnu hjá hjálparsamtökum. Andrea er félagsráðgjafi og hefur unnið sem félagsráðgjafi hjá hjálparsamtökum. Fyrst um sinn verður gjafabréfunum miðlað í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar. Þar fara allir skjólstæðingar í viðtöl áður en aðstoð er veitt og því góð þekking á aðstæðum og auðvelt að finna þá sem myndu njóta góðs af aðstoð Barnabrosa. Nánar á barnabros.is og þar er einnig vísað áfram á Facebook-síðu þeirra.

Til baka