Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Unglingar á landsmóti frelsa 60 börn úr skuldaánauð 18.10.2010
Mynd af indverskum strákum
Strákar

650 unglingar á lansmóti Æskulýðssambands Þjóðkirkunnar sem að þessu sinni fór fram á Akureyri söfnuðu um helgina fé til stuðnings verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar á Indlandi þar sem börn eru leyst úr skuldaánauð í samstarfi við mannréttindasamtökin Social Action Movement. Vegna fátæktar og kúgunar hafa foreldrar veðsett börn sín gegn láni fyrir nauðþurftum. Þrælabörnin vinna síðan á nánast engum launum í 8-12 tíma á dag með einn frídag í mánuði. Foreldrar eru fræddir um mikilvægi menntunar og reynt að styðja þau við að auka tekjurnar svo þeir þurfi síður að taka lán. Skuldin er greidd og hvert þrælabarn er búið undir almenna skólagöngu. Unglingarnir söfnuðu um helgina um 300.000 krónur, en meðaltalsskuldin er um 5.000 krónur, sem þýðir að upphæðin dugar til að leysa 60 þrælabörn úr skuldaánauð. En unglingarnir eru ekki hættir þó að landsmótinu sé lokið þau halda áfram að safna þegar heim er komið og stefna að því að leysa 100 börn úr skuldaánauð. Sjá frétt á pressunni. Hjálparstarfið þakkar unglingunum fyrir dugnað og fórnfýsi.

Til baka