Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
2,5 milljóna króna styrkur frá Sorpu 28.09.2010

Sorpa hefur veitt Hjálparstarfinu 2,5 milljóna króna styrk. Tvær milljónir renna í Framtíðarstjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms og fimmhundruð þúsund renna til að styðja við tómstundaiðkun barna frá efnaminni fjölskyldum. Þessi stuðningur kemur sér mjög vel á erfiðum tímum og gerir Hjálparstarfinu kleift að efla enn áherslu á að styðja við börn og ungmenni. Hjálparstarfið þakkar Sorpu og starfsmönnum Góða hirðisins kærlega fyrir.

Sorpa úthlutar tvisvar á ári ágóða af nytjamarkaðinum Góða hirðinum til góðgerðarmála.  Að þessu sinna var 14,6 milljónum króna úthlutað til níu aðila, en samtals hefur 22,5 milljónum króna verið úthlutað á þessu ári.  Sjá frétt á heimasíðu Sorpu.

Til baka