Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Gott starfsár að baki 27.09.2010

Aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar fór fram laugardaginn 25. september síðastliðinn. Fram kom í máli Jónasar Þóris Þórissonar framkvæmdastjóra, að tekjur stofnunarinnar á síðasta starfsári, 1. júlí 2009 til 30. júní 2010, voru 303,1 milljón króna. Framlög til verkefna voru 252,6 milljónir þarf af var 126,5 milljónum króna varið til þróunarverkefna og 37,3 milljónum til neyðarhjálpar. 81,5 milljónum var varið til verkefna innanlands.

Þorsteinn Pálsson formaður stjórnar lagði fram stefnumótun fyrir núverandi starfsár sem var samþykkt.   Gunnari Sigurðssyni voru þökkuð vel unnin störf í stjórn en hann hafði lokið hámarks setu í stjórn 6 ár. Nýr stjórnarmaður var kosinn Páll Kr. Pálsson en að öðru leyti var gamla stjórnin endurkjörin: Þorsteinn Pálsson formaður og Lóa Skarphéðinsdóttir, varamenn Hrafnhildur Sigurðardóttir og Elínborg Sturludóttir.

Þorsteinn færði Jónasi Þóri gjöf í tilefni 20 ára starfsafmælis hans fyrr í sumar og þakkaði honum farsæl  störf fyrir Hjálparstarfið öll þessi ár, fundarmenn tóku undir með lófaklappi og ferföldu húrrahrópi.  

Góðir gestir frá Úganda Stephen Ssenkima og Charity Namara ávörpuðu fundinn, sýndu myndir  og sögðu frá lífi sínu og mikilvægi starfs Hjálparstarfsins í Úganda. Þau munu heimsækja fermingarbörn um allt land í tengslum við fermingarbarnasöfnun til vatnsverkefna stofnunarinnar í Afríku. Fundinum lauk með áhugaverðu erindi með myndum og myndbandi  sem Harpa Stefánsdóttir og Ármann H. Gunnarsson voru með.  Þau  dvöldu nýverið í 6 mánuði á Indlandi og unnu meðal annars að rannsókn af afdrifum barna sem leyst hafa verið úr skuldaánauð.

Starfsskýrslu í styttri og lengri útgáfu má sjá undir liðnum Um starfið.

Til baka