Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
"Ég er lifandi dæmi um árangurinn" 27.09.2010

Stephen og Charity sem eru frá Úganda verða hér á landi 22. september til 28. október. Þau munu heimsækja fermingarbörn um allt land, fræða þau um líf og kjör jafnaldra í Afríku og hvetja þau til dáða í tengslum við söfnun fermingarbarna 1.-9. nóvember fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku.

„Við hlökkum mjög til að koma til Íslands“ segir Stephen Ssenkima framkvæmdastjóri RACOBAO-samtakanna (Rakai Community Based Aids Organisation) sem eru samtarfsaðilar Hjálparstarfsins í Úganda.“ „Ég er svo glöð að fá tækifæri til að heimsækja Ísland, hef ekki einu sinni látið mig dreyma um að fara til útlanda, hvað þá til Íslands“ segir Charity Namara 22 ára háskólanemi.

Stephen: „Við vorum 12 systkin en 8 dóu, við erum bara fjögur sem lifum enn. Móðir mín var ómenntuð, kunni ekki að lesa og skrifa, hún giftist föður mínum þegar hún var 16 ára. Faðir minn fékk nokkra menntun og vann sem vegaeftirlitsmaður á héraðsskrifstofunni.“

Charity: „Ég er fjórða elst af 13 systkinum. Faðir minn átti þrjár konur. Við bjuggum í litlu þorpi og lifðum á akuryrkju. Faðir minn dó úr alnæmi 1998 þegar ég var 10 ára gömul, mörg yngri systkini mín muna ekkert eftir honum. Móðir mín var líka smituð og varð mjög þunglynd eftir fráfall hans, fræðsla og þekking um alnæmi var lítil og menn nánast biðu eftir því að deyja, vanþekkingin var mikil. Móðir mín dó þegar ég var 14 ára, hinar tvær konur föður míns dóu líka úr alnæmi.“

Stephen: „Faðir minn dó þegar ég var 17 ára og móðir mín þegar ég var tvítugur. Eftir það þurfti ég að vinna á ökrum nágrannanna til að afla fé fyrir skólagjöldum en síðar fékk ég stuðning frá kirkjunni sem studdi mig alla leið í háskólanám. Hef nú lókið námi í hagfræði og þróunarfræði.“

Charity: „Ég fékk líka stuðning frá kirkjunni minni til skólagöngu og síðar tóku RACOBAO-samtökin sem eru í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar yfir og styðja mig enn til háskólanáms. Ég er ein systkina minna sem hef komist í háskólanám, er að læra ferðamannafræði. Öll systkini mín treysta á að ég muni geta séð fyrir þeim að námi loknu. Þau biðja fyrir mér á hverjum degi og segja að ég sé þeirra eina von. Það er ekki auðvelt að standa undir þeim væntingum en ég geri mitt besta.“

Stephen: „Með stuðningi Hjálparstarfs kirkjunnar leggur RACOBAO áherslu á að draga úr áhrifum HIV-smits og alnæmis í samfélaginu. Við viljum styðja við þá sem eru veikir, munaðarlaus börn og aðra þá sem standa höllum fæti. Byggð eru hús fyrir munaðarlausbörn, kamrar og eldaskálar. Einnig er aðgangur að hreinu vatni aukinn með því að koma upp safntönkum sem safna rigningarvatni. Með þessum aðgerðum, stuðningi til menntunar og fræðslu um hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma eru lífsskilyrði hinna verst settu bætt til mikilla muna.“

Charity: „Ég er lifandi dæmi um árangurinn af þessu starfi, án stuðnings og fræðslu sem ég hef notið væri ég bara ein af stórum systkinahópi með enga menntun og erfið lífsskilyrði, en nú eigum við von um betri tíð. Ég hlakka til að þakka Íslendingum persónulega fyrir.“

Til baka