Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
4 milljónir króna til neyðarhjálpar í Pakistan 01.09.2010

Hjálparstarf kirkjunnar sendir 4 milljónir króna til neyðarhjálpar í Pakistan þar af er 1,5 milljónir frá Utanríkisráðuneytinu. Fjármununum er miðlað  í gegnum  ACT Alliance sem Hjálparstarfið er aðili að.  Þrír ACT-aðilar eru að störfum í Pakistan og þekkja allar aðstæður. Samtals reikna þeir með að ná til um 270.000 manns; Hjálparstarf norsku kirkjunnar (NCA) aðstoðar 31.500 manns með mat, lyf og önnur neyðargögn í þremur héruðum.  Church World Service vinnur með fjölda staðarsamtaka í sjö héruðum að því að veita 2.500 fjölskyldum bráðabirgða húsaskjól, 3.500 fjölskyldum grunn hjúkrun og heilsugæslu og 7.500 heimilum mat, áhöld og neyðargögn önnur en mat.  Samkvæmt ACT eru 80% þeirra sem leita til þeirra eftir hjúkrun, konur og börn. Diakonie Katastrophenhilfe (DKH) starfar með innlendum aðilum að því að reisa bráðabirgðahúsnæði og/eða hreinlætisaðstöðu fyrir samtals 72.000 manns í tveimur héruðunum. Flóðavatnið er óhreint og starfinu fylgir fræðsla um sjúkdóma sem berast með vatni.

Flóðin í Pakistan breiðast hratt út og eyðilegging talin ná yfir í það minnsta 40% af landinu. Meira en tvær milljónir manna hafa misst heimili sín og þúsundir manna látnar. Vannæring er stórfellt vandamál þar sem talið er að 77 milljónir Pakistana hafi verið vannærðir fyrir flóðin. Mikil hætta er á að sjúkdómar breiðist út sem þeir hafa lítið mótstöðuafl gegn. Fjölda fólkst hefur ekki enn náðst til. ACT Alliance starfar í 130 löndum eftir helstu stöðlum í neyðar- og mannúðaraðstoð bæði SPHERE og siðareglum Alþjóða Rauða krossins, Rauða hálfmánans og annarra mannúðarsamtaka.

Til baka