Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Góður stuðningur við hjálparstarf á Haítí. 22.06.2010

19.5 milljónir króna hafa safnast hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til hjálpar- og uppbyggingarstarfa á Haítí.  Með 13 milljón króna framlagi frá Utanríkisráðuneytinu gerir þetta samtals 32.5 milljónir króna.  Fjármunum til Haítí er veitt í gegnum ACT Alliance – Alþjóðahjálparstarf kirkna sem Hjálparstarfið er aðili að. ACT hefur langa reynslu af starfi á Haítí og gjörþekkir aðstæður.

Jarðskjálftinn mikli í janúar leiddi til þess að 1.9 milljón manna misstu heimili sín og neyddust til að setjast að í búðum heimilislausra við erfiðar aðstæður. Um 1400 búðir eru í Port-au-Prince og víðar þar sem heimilislausir búa í bráðabirgðahúsnæði. Sumar þessara búða hafa verið reistar á svæðum sem nú þarf að rýma t.d. þurftu 600 fjölskyldur í Gressier suðvestur af höfuðborginni sem bjuggu á skólalóð að yfirgefa búðirnar þar sem hefja á skólastarf að nýju. Lútherska heimssambandið reisti  tjöld fyrir 270 af þessum fjölskyldum á auðri spildu nálægt heimilum þeirra sem enn eru undir rústum. Flestar götur og vegi er búið að hreinsa en mjög víða á enn eftir að hreinsa íbúðarhverfi svo fjölskyldur geti reist sér  varanlegt heimili að nýju. Hreinsunarstarf er erfitt og seinlegt.

 „Það er enn von, við erum að minnsta kosti á lífi“ segir Stephan einn hinna heimilislausu.

Sjá fréttir af hjálparstarfi ACT Alliance á heimasíðu þeirra.

Til baka