Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
25.000 dala framlag Sonja Foundation til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar 25.05.2010

Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist 25.000 dala framlag til innanlandsaðstoðar frá Sonja Foundation. Þessi  rausnarlegi stuðningur sem samsvarar um 3,2 milljónum króna mun nýtast vel til að mæta sívaxandi þörf barnafjölskyldna fyrir stuðning.

„Ýmis kostnaður er barnafjölskyldum  erfiður, til dæmis kostnaður vegna tómstunda, tónlistarnáms og dvalar í sumarbúðum. Eins er gott að geta stutt barnmargar fjölskyldur á haustin þegar skólabyrjun hefur í för með sér að ýmislegt þarf að endurnýja til dæmis föt og skólagögn. Þetta framlag styrkir einnig  Framtíðarsjóð Hjálparstarfsins sem styður efnaminni ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms “ segir  Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.

Til baka