Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Uppbyggingarstarf á Haítí

Snemma morguns í Petit Goave, 68 km suðvestur af Port-au-Prince, bíða hundruðir manna eftir að sáðkorni verði úthlutað. Fólk hefur komið úr fjallahéraðinu í kring, sem varð illa úti í jarðskjálftanum mikla. Flestir hafa beðið í marga klukkutíma. ACT, Alþjóða hjálparstarf kirkna, er að dreifa sáðkorni til þeirra verst settu á svæðinu; eldra fólks, einstæðra foreldra og barnmargra fjölskyldna. Þau eru öll meðlimir í samvinnufélagi bænda sem valdi hverjir ættu að fá aðstoð.

Í sveitum hafa margir bændur ekki ráð á að kaupa sáðkorn . „Þessi úthlutun er mjög kærkomin og tryggir mörgum góða uppskeru“ segir fulltrúi bændasamtakanna. Innkoma í páskasöfnun Hjálparstarfsins rennur til uppbyggingarstarfa á Haítí, henni er nú formlega lokið og söfnuðust tæpar 14 milljónir króna. Hjálparstarfið þakkar frábæran stuðning.

Til baka