Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta 8. maí 06.05.2010

Gefum taktinn fyrir sanngjarnari heim! Trumbuhringur á Austurvelli laugardaginn 8. maí kl. 15.Breytendur, ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar sendi frá sér fréttatilkynningu um málið:
  

Sanngjörn viðskipti...
...en ekki hvað?

Gefum taktinn fyrir sanngjarnari heimi!

 

Þann 8. maí verður Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta haldinn hátíðlegur um allan heim. Í fyrra tóku um 8 milljónir manna þátt og létu Íslendingar að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja.
Í ár munum við auðvitað gera gott betur og fjölmenna niður á Austurvell kl. 15 til að berjast gegn fátækt, ósanngirni og barnaþrælkun. Við berjumst fyrir félagafrelsi og lýðræði og styðjum lífræna ræktun með jákvæðum aðferðum.

Yfir tvöhundruð viðburðir hafa verið skipulagðir í öllum heimsálfum og eru þeir af öllum stærðum og gerðum og má þar nefna teppamarkaði, sölubása, vínsmökkunarkvöld og götuhátíðir. Hér á Íslandi munum við slá trumbur í takt við íbúa Svasílands, Bretlands og fleiri landa sem efna til trumbuhringja í tilefni dagsins og byrjar dagskráin hér á landi kl. 15 þann 8. maí á Austurvelli.

Stomphópur mun mæta á staðinn og troða upp og trumbuhringur Hlutverkasetursins sýnir okkur hvernig berja á húðirnar. Að auki verða eigendur Fafu leikfanga á staðnum með heldur óhefðbundnar Fairtrade vörur.
Hápunkturinn verður svo þegar við sameinumst í einn stóran trumbuhring til að láta boðin berast sem hæst og hvetjum við alla til að taka með sér sín eigin hljóðfæri, jafnt heimatilbúin sem önnur! 

Auðvitað getum við breytt heiminum!

Breytendur – Changemaker Iceland

Ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar

Netfang: changemaker@changemaker.is

Heimasíða: www.changemaker.is

Sími: 865-0272 (Lilja) og 663-9939 (Þorsteinn)


Nánari upplýsingar:

Til baka