Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

Auðvitað getum við breytt heiminum

Changemaker eða Breytendur á íslensku er ungliðahreyfing, margir sjálfstæðir hópar sem byggja á eigin hugmyndum og frumkvæði til að breyta heiminum til hins betra. Changemaker á upphaf sitt í Noregi en hefur breiðst út til Svíþjóðar, Finnlands, Hollands og nú seinast til Íslands.

Markmið Changemaker er að vinna gegn óréttlæti gagnvart þróunarlöndum. Bakhjarlar Changemaker-hreyfingarinnar eru Hjálparstarf kirkjunnar, fræðsludeild þjóðkirkjunnar og Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavík.

Svona birtist óréttlætið

Að mati Changemaker birtist óréttlæti í heiminum einkum á fimm vegu: Í viðskiptum milli Vesturlanda og þróunarlanda, í óréttmætum skuldum þriðjaheimsins við Vesturlönd, í veðurfarsbreytingum sem Vesturlönd bera ábyrð á en bitna á heiminum í heild, í alnæmisvánni og síðast en ekki í síst þar sem ófriður ríkir en eins og kunnugt er bitnar stríð oft harðast á þeim sem síst skildi.

Hugsa á heimsvísu en aðhafast heima

Changemaker vinnur eftir mjög ákveðnu vinnusiðferði til að ná fram markmiðum sínum.

Til að ná árangri þarf að vinna með fólki en ekki á móti því. Markmið Changemaker er að fá fólk til liðs við málstað sinn og hvetja það til að breyta rétt, ,,make a change", en ekki að mála fólk út í horn eða úthúða því. Til þess að vinna gegn óréttlæti þurfum við að bera kennsl á hvernig við erum þátttakendur í kerfi sem er óréttlátt og hvað við getum gert, til að gera það réttlátara. Við þurfum s.s. annars vegar upplýsingar og hins vegar aðgerðir eða ,,alternative action". Án réttra upplýsinga missa aðgerðirnar marks, en án aðgerða eru upplýsingar gagnslausar. Lykillinn er að hugsa á heimsvísu en aðhafast heima fyrir, ,, think globaly, act localy".

Vefsíða Changemaker er www.changemaker.is