Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

Sjálfboðaliðar eru velkomnir

Heima: Sjálfboðaliðar eru velkomnir til Hjálparstarfsins hvort sem er í eitt skipti, nokkur eða til lengri tíma. Verkefnin eru fjölbreytt: Fatalagernum þarf að halda í horfinu, taka þarf á móti fötum, flokka, brjóta saman og raða í hillur. Svo þarf að finna til það sem fólk vantar. Stundum fáum við leikföng sem þarf að flokka eftir aldri og setja í hillur. Oft vantar fólk í skráningu gagna og frá október og fram yfir áramót er mikil umsýsla með söfnunarbauka sem þarf að innheimta, raða í röð og ganga frá. Við höfum notið aðstoðar sjálfboðaliða við að stemma af kröfur og greiðslur ásamt því að koma gjöfum sem við höfum fengið í sölu svo andvirðið megi nýta í verkefni og tölvusnillingur hefur hjálpað okkur með forritaþróun.

Erlendis: Hjálparstarfið er ekki með skipulögð verkefni erlendis sem sjálfboðaliðar geta tekið þátt í. Engu að síður hafa sjálfboðaliðar farið til verkefnalanda Hjálparstarfsins og dvalið þar allt frá nokkrum vikum til 6 mánaða. Þar hafa þeir tekið þátt í starfinu, unnið skýrslur, gert kannanir á árangri, gert stutt myndbönd fyrir vefinn okkar og aðstoðað við tölvumál. Til þess að komast út þarf viðkomandi að hafa reynslu og þekkingu sem nýtist samstarfsaðilum. Hann þarf að vera mjög sjálfstæður og fær um að búa í framandi umhverfi án mikillar aðstoðar starfsfólks úti. Sjálfboðaliðar fara á eigin kostnað og eigin ábyrgð en Hjálparstarfið kemur á sambandi og aðstoðar við að móta starfsvettvang í samvinnu við samstarfsaðila.

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á að gefa okkur af tíma þínum, kröftum og þekkingu þá biðjum við þig að hafa samband við okkur. Við munum leggja okkur fram um að kynna þér verkefni sem í boði eru og reyna að sjá til þess að þú njótir þín í góðum félagsskap. Þannig hafa báðir aðilar gagn og gaman af. Við störfum eftir siðareglum sem sjálfboðaliðar fá kynningu á og þeir skrifa undir þagnareið um mál og einstaklinga sem þeir hitta í starfi sínu. Atli Hafliðason sér um sjálfboðaliðamálin og hann mun taka vel á móti þér.