Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima
907 2003
hjálp erlendis

 

viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?

Hjálparstarf kirkjunnar vinnur óháð og sjálfstætt í þágu þeirra sem líða fátækt og óréttlæti. Við hjálpum til sjálfshjálpar og tölum máli fátækra. Að draga fram kjör þeirra sem eiga sér ekki málsvara og ýta á aðgerðir sem breyta lífsmöguleikum þeirra er markmið okkar. Við viljum horfa á getu og hæfni hvers og eins og opna möguleika til virkrar þátttöku í samfélaginu. Ráðgjöf og stuðningur er veittur án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana.

Heiti: Hjálparstarf kirkjunnar
Kt. 450670 0499
Heimilisfang: Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík
Netfang: help@help.is
Sími: 528 4400
Fax: 528 4401

Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun skráð í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá hjá Ríkisskattstjóra með rekstrarform félagasamtaka. Bæklingurinn: Hjálparstarf kirkjunnar - Hjálp til sjálfshjálpar?

Ársskýrsla 2012-2013 lengri útgáfa.

Ársskýrsla 2012 - 2013 styttri útgáfa

Ársskýrsla 2012-2013 styttri útgáfa.

Hvernig hófst starfið?

Hjálparstarf kirkjunnar stofnaði Þjóðkirkja Íslands árið 1969. Stofnunin hét þá Hjálparstofnun kirkjunnar en nafni hennar var síðar breytt enda þótti nýja nafnið meira lýsandi þar sem allar kirkjur í landinu standa að starfinu en ekki ein stofnun. Tildrögin að stofnuninni voru þau að kirkjan hafði árið áður staðið fyrir landssöfnun til styrktar sveltandi fólki í Biafra-héraði í Nígeríu. Bíafra - landssöfnun. Þá þótti tími til kominn að hefja skipulegt hjálparstarf á vegum kirkjunnar meðal bágstaddra þjóða, eins og tíðkast hafði lengi hjá nágrannaþjóðum okkar. Síðan hefur Hjálparstarf kirkjunnar tekið þátt í hjálparstarfi víða um heim, enda hefur efnahagsleg misskipting og þörfin fyrir öflugt hjálparstarf síst farið minnkandi á undanförnum árum.

Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun. Stjórn hennar er í höndum fulltrúaráðs. Fimm menn eru skipaðir af Kirkjuráði, lærðir eða leikir. Hvert prófastsdæmi landsins kýs einn mann í fulltrúaráð. Enginn má sitja í fulltrúaráði lengur en sex ár samfleytt. Fulltrúaráðið setur stjórninni og endurskoðendum starfsreglur.

Þriggja manna stjórn ber ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar. Hún heldur ekki færri en átta fundi árlega. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn. Heimilt er að endurkjósa menn í stjórn þó ekki svo að samfelld seta þeirra þar verði lengri en 6 ár. Tveir menn sitja í varastjórn. Alla jafna hittast bæði aðalmenn og varamenn á fundum stjórnar.

Hlutverk Hjálparstarfs kirkjunnar er að hafa forgöngu um og samhæfa mannúðar- og hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar innanlands sem utan. Sjá nánar skipulagsskrá Hjálparstarfsins.

Almannaheill

Hjálparstarfið á fulltrúa í stjórn Almannaheilla, regnhlífarsamtaka félaga sem vinna í þágu almennings. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðunni www.almannaheill.is