Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

Markmið

Í verkefnum á Íslandi hefur Hjálparstarfið að leiðarljósi að rjúfa vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar með því að hvetja fólk og styrkja til að það geti nýtt sér hæfileika sína og getu til virkni í samfélagi sem þarf á framlagi allra að halda. Að draga fram kjör þeirra sem eiga sér ekki málsvara og ýta á um aðgerðir sem auka möguleika fólks á að lifa farsælu lífi er markmið okkar.

Starfsaðferð

Hjálparstarfið vinnur óháð og sjálfstætt í þágu þeirra sem búa við fátækt og  óréttlæti. Við hjálpum fólki til sjálfshjálpar og tölum máli fátækra. Við viljum horfa á getu og hæfni hvers og eins og opna möguleika til virkrar þátttöku í samfélaginu. Ráðgjöf og stuðningur er veittur án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana.

Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka á móti umsóknum um stuðning, veita ráð og vísa fólki áfram til frekari ráðgjafar ef þörf krefur. Aðstoð er veitt í samstarfi við presta, félags- og námsráðgjafa um allt land.

Hjálparstarfið er talsmaður fátækra. Félagsráðgjafar og skjólstæðingar Hjálparstarfsins taka þátt í fjölbreyttu samstarfi gegn fátækt og félagslegri einangrun, stuðla að opinni umræðu og þrýsta á yfirvöld um að takast á við fátækt bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

Gjafir einstaklinga, fyrirtækja og samtaka bera uppi innanlandsstarf Hjálparstarfsins.