Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

Stuðningur og ráðgjöf

Erfiðar aðstæður svo sem vegna veikinda, slysa og atvinnumissis gera ekki alltaf boð á undan sér og það getur verið erfitt að vinna sig út úr þeim. Við vitum að það getur verið skammt milli þess að geta vel séð fyrir sér og standa svo allt í einu í þeim sporum að geta það ekki. Við viljum hlusta og vera til staðar fyrir fólk sem hefur tekjur undir lágtekjumörkum eða býr við verulegan skort á efnislegum gæðum. Við veitum efnislega aðstoð en markmið okkar er fyrst og fremst að rjúfa vítahring fátæktar. Til þess bjóðum við upp á ráðgjöf og fræðslu. Við bendum jafnframt á úrræði sem gera fólki kleift að virkja krafta sína til frekari þátttöku í samfélaginu.

Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka á móti fólki á miðvikudögum frá kl. 12:00 til 15:30 á skrifstofu stofnunarinnar sem er í kjallara Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66 í Reykjavík. Einnig er hægt að leita til presta, félagsráðgjafa stofnana og námsráðgjafa um allt land.

Á skrifstofunni ræða félagsráðgjafar og umsækjendur saman um stöðu mála, möguleg úrræði og þann stuðning sem umsækjendum stendur til boða hjá Hjálparstarfinu jafnt sem öðrum aðilum. Leitast er við að fá heildarmynd af stöðu hvers og eins þannig að hann fái sem heildstæðastan stuðning.

Faglegt mat félagsráðgjafanna og framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara liggja til grundvallar þegar ákvörðun um efnislegan stuðning er tekin. Öllum umsóknum um stuðning verða að fylgja gögn um tekjur og útgjöld. Skila þarf gögnum hvort sem sótt er um aðstoð í eitt skipti eða til lengri tíma. Athugið að nauðsynlegt er ræða við félagsráðgjafa um mögulega aðstoð ÁÐUR en greitt er fyrir vöru eða þjónustu þar sem endurgreiðsla er háð skilyrðum.

Stuðningur

Inneignarkort í matvöruverslunum fyrir barnafjölskyldur með lágar tekjur. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er fullorðnum barnlausum einstaklingum beint til annarra aðila sem aðstoða fólk um mat en utan suðvesturhornsins, þar sem Hjálparstarfið er eitt að störfum, geta tekjulágir einstaklingar sótt um inneignarkort hjá stofnuninni. Með umsóknum um inneignarkort þurfa að fylgja gögn um tekjur og útgjöld.

Notuð föt má nálgast í húsnæði Hjálparstarfsins að Háaleitisbraut 66 á þriðjudögum frá kl. 10:00 - 12:00 og á öðrum tímum ef rík ástæða er til. Hér má sjá reglur um fataúthlutun.

Stuðningur við foreldra vegna skólagöngu og tómstunda barna og unglinga. Hjálparstarfið setur velferð barna í forgang. Foreldrar geta sótt um aðstoð í upphafi skólaárs, vegna tómstundaiðkunar, gleraugnakaupa, sumargjafa og góðra samverustunda með fjölskyldunni.