Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Fyrir vefsíðuna
Viltu senda
minningarkort?

Taktu þátt í tryggja sárafátæku fólki í Eþíópíu hreint vatn með því að greiða valgreiðslu Hjálparstarfsins í heimabankanum að upphæð 2500 krónur. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og leggjast þá 2.500 krónur á næsta símreikning. Framlag að eigin vali er hægt að gefa á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499. Með frábærum stuðningi frá almenningi á Íslandi höldum við áfram að hjálpa fólki til sjálfshjálpar - í hverju þorpinu á fætur öðru.
 
31.01.2017
„Gríðarlegur skortur á samhug og ábyrgð“
HK act 1

í kjölfar tilskipunar Bandaríkjaforseta um bann við landgöngu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna hafa Lútherska heimssambandið, Lutheran World Federation, Alkirkjuráðið, the World Council of Churches, og Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um grafalvarlegar afleiðingar tilskipunarinnar fyrir flóttafólk. Biskup Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar taka heilshugar undir og styðja ályktunina.

„Kristin trú kennir okkur að elska náungann. Í því felst að við tökum á móti flóttafólki og komum fram við það eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur,“ segir í yfirlýsingunni en í henni eru bandarísk stjórnvöld eindregið hvött til að virða alþjóðalög sem skylda þjóðir heims til að taka á móti flóttafólki og veita því vernd.

 „Ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að helminga fjölda flóttafólks sem veita skal hæli ár hvert hefur ekki aðeins grafalvarleg áhrif fyrir fólk sem er í brýnni þörf fyrir vernd, tilskipun Bandaríkjaforseta grefur jafnframt undan því að aðrar þjóðir virði alþjóðalög um vernd flóttafólks.“

„Við þökkum öllum þeim samtökum og stofnunum sem veita mannúðaraðstoð fólki í neyð, sérstaklega fólki frá Sýrlandi og Miðausturlöndum. Við þökkum þeim sem hafa aðstoðað flóttafólk við að fá hæli í Bandaríkjunum sem og annars staðar. Við tökum undir með öllum þeim sem hafa krafist þess að tilskipunin verði dregin til baka,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.

Lútherska heimssambandið og Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna aðstoða flóttafólk í 25 ríkjum heims. Árið 2016 aðstoðaði Lútherska heimssambandið 2,3 milljónir jarðarbúa sem hafa þurft að yfirgefa heimkynni sín vegna átaka. 

Yfirlýsinguna í heild er að finna á heimasíðu Lútherska heimssambandsins: https://www.lutheranworld.org/sites/default/files/statement_on_us_presidential_executive_order_final_links.pdf

30.01.2017
Hallgrímssókn styrkir starfið um hátt í fjórar milljónir króna
Hallgrímskirkja jan 2017

Þann 15. janúar síðastliðinn afhenti Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestur í Hallgrímskirkju Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar rausnarlegan styrk til starfsins, samtals 3.761.159 krónur. Séra Irma Sjöfn sagði við afhendingu styrkjarins að hann kæmi frá fólkinu í Hallgrímssókn, meðal annnars í samskotum við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju. Við móttöku styrkjarins þakkaði Bjarni Hallgrímssókn fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.

Á myndinni sem tekin var við styrkveitinguna eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Bjarni Gíslason frá Hjálparstarfinu og Hermann Bjarnason frá Kristniboðssambandinu sem fékk afhentan styrk við sama tækifæri.

25.01.2017
Styrkir starfið um 124 þúsund krónur
Hlynur Steinsson jan 2017
Fjölmargir einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki gera Hjálparstarfi kirkjunnar kleift að halda úti verkefnum innanlands og á alþjóðavettvangi. Í gær kom til okkar ungur maður, Hlynur Steinsson, með fjárframlag sitt til hjálparstarfs í þágu þeirra sem búa við fátækt. Framlagið nemur 124 þúsund krónum og kann Hjálparstarfið Hlyni bestu þakkir fyrir frábæran stuðning við starfið.
17.01.2017
Veglegur styrkur frá Skyrgámi
_MG_8071 snikkuð til fyrir vef

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms kom færandi hendi til Hjálparstarfs kirkjunnar nú á dögunum og styrkti starfið með hluta af veltu þjónustunnar á síðasta ári, alls 995.800 krónur.

Á 19 árum hefur Jólasveinaþjónustan stutt Hjálparstarfið um tæpar 12 milljónir króna sem runnið hafa til bágstaddra á verkefnasvæðum okkar í Eþíópíu, Úganda og á Indlandi sem og til barna og unglinga hérlendis sem hafa getað sótt sumarnámskeið og framhaldsskólanám með aðstoð Skyrgáms.

Kærar þakkir Skyrgámur og félagar fyrir frábæran stuðning við starfið!

21.12.2016
Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum fyrir frábæran stuðning á árinu!
jólakveðja

Skrifstofa Hjálparstarfsins er opin yfir hátíðarnar sem hér segir:

Á Þorláksmessu er opið kl. 08:00 - 18:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00. Vinsamlegast athugið að símanúmer skrifstofu á aðfangadag er 5284402. Skrifstofan er opin 28., 29. og 30. desember frá kl. 08:00 - 16:00 en lokað er 24. - 27. desember og 31. desember - 3. janúar en þá opnum við aftur kl. 08:00.

Gjafabréf fást á gjofsemgefur.is og skilaboð má senda á facebooksíðu Hjálparstarfsins. Við svörum svo fljótt sem verða má.

Starfsfólk Hjálparstarfsins þakkar kærlega fyrir samstarf og stuðning við starfið á árinu sem er að líða og óskar landsmönnum öllum friðarjóla og gæfuríks nýárs.