Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
gefum séns help
20.06.2018
Hjálparstarf kirkjunnar fordæmir harkalegar aðgerðir Bandaríkjastjórnar

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi fordæmir þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum við landamærin við Mexíkó þegar fólk leitar til landsins í hælis- eða atvinnuleit án tilskilinna leyfa. Þvingaður aðskilnaður barna við foreldra í slíkum aðstæðum brýtur í bága við alþjóðleg lög um vernd og öryggi barna jafnt sem almennt siðgæði. Hjálparstarfið hvetur stjórnvöld á Íslandi eindregið til að mótmæla þessum aðgerðum við Bandaríkjastjórn.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar

22.03.2018
Nístandi fátækt neyðir börn og ungmenni út í vændi og glæpi. Gefum þeim séns!
IMG_8663

Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent valgreiðslu í heimabanka til landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára að upphæð 2400 krónur. Við erum að safna fyrir aðstoð við börn og unglinga í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda. Þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af.

Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim betri möguleika til að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og Ugandan Youth Development Link, UYDEL, í hverfunum Rubage, Nakawa og Makindye.

Í verkmenntamiðstöðvum UYDEL getur unga fólkið valið sér ýmis svið og öðlast nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau fá svo líka fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið hófst fyrir ári síðan en við ætlum að aðstoða 1500 börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára á þrem árum.

Nánar um verkefnið í páskablaði Hjálparstarfs kirkjunnar

27.02.2018
Brýn mannúðaraðstoð veitt stríðshrjáðum Sýrlendingum
Jórdanía 2018

Utanríkisráðuneytið samþykkti í febrúar beiðni Hjálparstarfsins um styrk til að aðstoða stríðshrjáða Sýrlendinga og Hjálparstarfið sendi í beinu framhaldi alls 26 milljónir og 330 þúsund króna framlag Íslendinga til Lútherska heimssambandsins í Jórdaníu. Þar fær flóttafólk sem er nýkomið yfir landamærin aðstoð við að koma sér fyrir í nýju samfélagi, sálfélagslega þjónustu og stuðning við að afla sér lífsviðurværis.

Í Jórdaníu er flóttafólk frá Sýrlandi um 650 þúsund talsins. Lúttherska heimssambandið aðstoðar meðal annars með því að bjóða upp á starfsnám og greiðslu fyrir vinnuframlag. Skólagjöld eru greidd fyrir nemendur og konur fá þjálfun og aðstoð við að koma sér upp smávöruverslun sér til lífsviðurværis. Börnum og unglingum er veittur sálrænn stuðningur og konum er veitt sálfélagsleg þjónusta.

Aðstoðin er liður í heildstæðu verkefni Alþjóðlegs Hjálparstarfs kirkna, ACT Alliance, sem bað aðildarstofnanir sínar um 10,2 milljónir bandaríkjadala til að veita 180 þúsund manns mannúðarastoð vegna átakanna í Sýrlandi á árinu 2018. Aðstoðin er veitt innan landamæra Sýrlands, í Jórdaníu og í Líbanon en langflestir þeirra sem flýja átökin í Sýrlandi leita hælis í þessum tveimur nágrannaríkjum.

Átökin í Sýrlandi hafa nú varað í sjö ár og meira en helmingur íbúanna hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þurfa nú 13,5 milljónir Sýrlendinga á mannúðaraðstoð að halda, þar af eru 6,3 milljónir íbúa á vergangi innan landamæra Sýrlands. Um 13 milljónir manns hafa ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu og 5,8 milljónir íbúanna hafa verið í eldlínunni oftar en einu sinni og endurtekið þurft að yfirgefa heimili sín. Um helmingur þeirra sem eru á flótta eru á barnsaldri. Neyð þeirra er mikil og þörfin fyrir aðstoð er brýn. Nánar hér.

16.02.2018
Vilt þú vera Hjálparliði?
HK act 1

Má bjóða þér að slást í hóp Hjálparliða sem styrkir Hjálparstarfið með mánaðarlegu framlagi og rétta þannig hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda? Hafðu samband í síma 5284400 eða sendu okkur tölvupóst á help@help.is. Kærar þakkir!

06.02.2018
Eru borgaralaun málið?
eapn

Kostir og gallar þessarar róttæku hugmyndar verða ræddir á morgunverðarfundi EAPN á Íslandi* á Grand Hotel föstudaginn 23. febrúar frá 8:30 -11:00. Aðgangseyrir 3000 krónur. Skráðu þig hér: Morgunverðarfundur EAPN um borgaralaun – Skráning.

*European Anti Poverty Network

Dagskrá:

08:30     Setning: Sigfús Kristjánsson stjórnarmaður í EAPN

08:40     Halldóra Mogensen þingkona Pírata: Skilyrðislaus grunnframfærsla: „Valdefling á einstaklingsgrundvelli.“

09:00     Haukur Hilmarsson ráðgjafi í fjármálahegðun: „Borgaralaun – lausn eða bjarnagreiði?“

09:20     Albert Svan bien Ísland

09:40     Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður málefnahóps ÖBÍ um Sjálfstætt líf: „Borgaralaun frá sjónarhorni öryrkja.“

10:00     Valur Gunnarsson blaðamaður og rithöfundur: „Þarf minni vinna að vera bölvun?“

10:20     Pallborðsumræður og samantekt

11:00     Dagskrárlok