Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Fyrir vefsíðuna
Viltu senda
minningarkort?
gefum séns help
07.04.2017
Nístandi fátækt neyðir börn og ungmenni út í vændi og glæpi. Gefum þeim séns!
IMG_8417

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun fyrir verkefni í þágu barna og ungmenna í Kampala höfuðborg Úganda en þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf. Því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af.

Hjálparstarfið hefur sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna að upphæð 2.400 krónur en einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning nr. 0334-26-050886, kt. 450670-0499, gefa frjálst framlag á framlag.is eða hringja í 907 2003 og greiða 2500 krónur með næsta símreikningi.

07.04.2017
Kampalaverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar
IMG_8301

 Kampalaverkefni Hjálparstarfsins er í þremur fátækrahverfum í höfuðborginni og varir í 3 ár. Áætlaður heildarkostnaður er um 33 milljónir króna.

Markhópurinn eru 1500 börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára en markmiðið er að unga fólkið öðlist verkkunnáttu sem það geti nýtt til að sjá sér farborða, að það taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina og að þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Lútherska heimssambandið og samtökin UYDEL (Ugandan Youth Development Link) með góðum stuðningi utanríkisráðnuneytisins.

UYDEL hefur rúmlega tuttugu ára reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum Kampala. Þau reka verkmenntamiðstöðvar þar sem ungmennin  geta valið sér ýmis svið og öðlast nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð.

07.04.2017
Rafvirkjun, hárgreiðsla, saumar, sápugerð ...
IMG_8269

Tölvuviðgerðir og almenn rafvirkjun eru vinsælar námsgreinar meðal drengja í verkmenntastöðinni í Rubagahverfi Kampala. Þegar fulltrúa Hjálparstarfsins bar að var þar aðeins ein stúlka við nám í iðngreininni. Hárgreiðsla nýtur hins vegar miklilla vinsælda meðal stúlkna. Að flétta sítt hár örfínum fléttum getur tekur fjórar stúlkur allt að fjórar klukkustundir. Förðun og snyrting eru einnig vinsælar námsgreinar meðal stúlknanna í fátækrahverfunum sem og veitingaþjónusta.Í Rubaga gefst tækifæri til þess að læra sápugerð og unga fólkinu býðst að læra um það hvernig hægt er að setja á fót sjálfstæðan atvinnurekstur meðal annars til að selja sápuframleiðsluna.

07.04.2017
„Að virkja og valdefla er aðferðin sem við notum“
IMG_8777

Anna Nabylua félagsráðgjafi er aðstoðarframkvæmdastjóri Uganda Youth Development Link (UYDEL) og stýrir Kampalaverkefni Hjálparstarfsins. Hún hefur áralanga reynslu af starfi með börnum og unglingum sem eru í viðkvæmri stöðu í samfélaginu og útsett fyrir mansali og annarri misnotkun. Anna segir að til þess að ná mestum árangri í starfinu hafi reynslan kennt að best sé að virkja unglingana og efla sjálfsmynd þeirra með því að fá þeim viðráðanleg verkefni sem samt séu krefjandi. Hún leggur ríka áherslu á að unglingarnir læri um rétt sinn til heilbrigðisþjónustu og um kynheilbrigði. HIVsmit eru tíðari í fátækrahverfunum en annars staðar í Kampala og nýsmit eru tíðust meðal vændiskvenna. Anna og annað starfsfólk UYDEL leitast við að koma unglingunum sem hafa lokið námi í iðngrein í starfsnemastöður í fyrirtækjum en þannig á unga fólkið von um betra líf.

07.04.2017
„Ekki gefast upp, það er alltaf von!“
IMG_8668

Nuriette Nagure er 24 ára gömul. Hún býr við fötlun og ferðast um á hjólastól. Í mars síðastliðnum hitti Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar hana í  verkmenntamiðstöðinni í Makindyehverfi Kampalaborgar þar sem hún er að læra að sauma og hanna föt.

Aðspurð um hvaða skilaboð hún hefði til ungs fólks á Íslandi svaraði hún: „Við ungt fólk sem býr við fötlun eins og ég vil ég segja: Verið hugrökk, ekki gefast upp, það er alltaf von“ en Nuriette gerir sér von um að geta séð fyrir sér með því að sauma og selja kjóla í framtíðinni. Hún mun njóta stuðnings UYDEL samtakanna sem eru samstarfsaðilar Hjálparstarfsins í Kampala til þess.

Úganda er númer 163 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna en alls eru 188 ríki og landssvæði á listanum. Úganda flokkast þar með sem eitt af fátækustu ríkjum heims. Íbúar eru samtals um 38 milljónir en aldurssamsetningin er þannig að 80% íbúanna eru á aldrinum 12 – 30 ára. Meðalaldur er 16 ár. Samkvæmt Alþjóðabankanum er atvinnuleysi meðal ungs fólks hvergi meira í heiminum en í Úganda þar sem um 60% unga fólksins er án atvinnu.