Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima
907 2003
hjálp erlendis

 

viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?

 
   
11.07.2014
Vilja styðja jafnöldrur í Úganda til náms
Thordis_og_Karolina_006.jpg

Þórdís Eva Elvarsdóttir og Karólína María Sigurðardóttir eru átta ára gamlar og ganga í Kársnesskóla. Þær komu til Hjálparstarfsins í dag og afhentu Bjarna framkvæmdastjóra 3.274 krónur sem þær höfðu safnað með sölu á dótinu sínu. Þær vilja taka þátt í því að byggja brunna og reisa vatnstanka svo jafnöldrur þeirra í Úganda komist líka í skóla. Kærar þakkir stelpur!

11.07.2014
Hjólar í kringum landið og safnar áheitum fyrir efnalítil ungmenni
Hildigunnur_2014.jpg

„Ég fylgdist með því fyrir nokkrum árum hvernig stuðningur Hjálparstarfs kirkjunnar við ungmenni nýttist frábærlega. Mig hefur síðan þá langað að styrkja starfið. Nú er tækifærið mitt komið. Ég ætla að hjóla í kringum landið og óska eftir áheitum vina minna til að hvetja mig áfram,“ sagði Hildigunnur Hauksdóttir sem er frísk og fjörug kona á fimmtugsaldri sem heldur af stað á þriðjudaginn 15. júlí og safnar um leið áheitum til styrktar Framtíðarsjóðs Hjálparstarfs kirkjunnar. Vinkona Hildigunnar, Sigrún Sævarsdóttir, mun fylgja henni eftir á bíl og mun hún senda myndir og segja frá ferðinni á facebooksíðu Hjálparstarfsins.

Hægt er að heita á Hildigunni og styrkja Framtíðarsjóð með því að greiða inn á reikning Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir verkefni innanlands: 0334-26-27. Kennitala er 450670-0499.  Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímanúmerið 907 2002 (2500 krónur).  Á vefsíðunni www.gjofsemgefur.is er svo hægt að kaupa gjafabréfið Framtíðarsjóður.

 

Lesa meira...
11.07.2014
Félagsráðgjafar fara í sumarfrí 21. júlí - 6. ágúst
sumarfri_felagsradgjafa.jpg

Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar eru í sumarfríi frá 21. júlí til 6. ágúst 2014. Skrifstofa Hjálparstarfsins er opin eftir sem áður og allir þeir sem nú þegar fá stuðning í formi inneignarkorta í matvöruverslanir fá áfram greitt inn á kort sín samkvæmt ákvörðun. Frá 7. ágúst verður að nýju hægt að bóka tíma hjá félagsráðgjafa. 

11.07.2014
„Ég á svo mikið“
Sif_Sigurjonsdottir_fyrir_vef.jpg

Sif Sigurjónsdóttir er alveg að verða sjö ára, bara eftir 5 daga. Hún kom til Hjálparstarfsins með fulla kerru af fallegu dóti, meðal annars lego, blómálfum og fallegum vængjum sem hana langar til að deila með öðrum börnum. Takk Sif, nú geta önnur börn leikið sér með skemmtilega dótið í kerrunni!