Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?
26.02.2015
Við erum að skipta um símkerfi í dag. Sendu tölvupóst eða komdu til okkar
Merki Hjálparstarfs kirkjunnar
Við erum að skipta um símkerfi og því er ekki hægt að ná í okkur símleiðis næstu klukkutímana, jafnvel í allan dag. Hins vegar er hægt að senda tölvupóst til okkar: atil@help.is; aslaug@help.is; bjarni@help.is; kristin@help.is; saedis@help.is eða koma hingað á Háaleitisbraut 66, neðri hæð. Við erum hér til klukkan 16. Bestu kveðjur, starfsfólk Hjálparstarfsins.
29.01.2015
Seldu handverk og gáfu andvirðið til vatnsverkefna Hjálparstarfsins
krakkar í Foldaskóla 2015.jpg
Fjörtíu börn í 6. bekk Foldaskóla í Grafarvogi bjuggu til lyklakippur, segla, tréleikföng, stafasnaga, speglakrossa, hálsmen, armbönd, jólakort og bókamerki og seldu í verlsunarmiðstöð nú fyrir jólin. Afraksturinn, 49.407 krónur, gáfu þau til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og Eþíópíu. Þau voru spurul og áhugasöm þegar fulltrúi Hjálparstarfsins sagði þeim frá verkefnunum í síðustu viku. Kærar þakkir krakkar fyrir framtakið og stuðninginn!
20.01.2015
Börn á Indlandi studd til náms
Indland.jpg
Á starfsárinu 2013 - 2014 styrktu Hjálparstarf kirkjunnar og 300 íslenskir fósturforeldrar alls 489 börn til skólavistar. Fjörtíu og fjögur þeirra ganga í skóla en eru ekki á heimavist. 231 barn er í skóla og á heimavist og 214 ungmenni eru í bóklegu eða verklegu framhaldsnámi. Viltu taka þátt í verkefninu og gerast fósturforeldri? Meira um það hér
16.01.2015
Fataúthlutun hefst á nýjan leik þriðjudaginn 20. janúar
föt í janúar 2015 008 fyrir facebook 2.jpg
Eftir mikla törn í desember var gert hlé á fataúthlutun Hjálparstarfsins yfir jól og áramót. Fyrstu dagana í janúar nýttu sjálfboðaliðar til að taka fatnað upp úr pokum, flokka og raða í hillur en mikið magn gæðafatnaðar barst Hjálparstarfinu fyrir tilstilli söfnunarátaks eRótarý á Facebook á hautmánuðum. Notaðan fatnað er hægt að nálgast hér í húsnæði Hjálparstarfsins að Háaleitisbraut 66 á þriðjudögum frá kl. 10:00 - 12:00.
09.01.2015
Að leggja í Framtíðarsjóðinn er góð fjárfesting
gjafabref_3.jpg

Skólaárið 2013 - 2014 fengu sjötíu og átta ungmenni í 13 sveitarfélögum og 18 framhaldsskólum styrk úr Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar til greiðslu skólagjalda og fyrir bóka- og efniskostnaði. Meðalupphæð hvers styrks var 36.564 krónur. Þá fengu tólf ungmenni fartölvu að auki. Hjálparstarf kirkjunnar styður 16 - 20 ára gömul ungmenni til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Markmiðið með starfinu er að auka möguleika ungmennanna á öruggri framfærslu og farsælu lífshlaupi. Þú getur lagt starfinu lið með því að kaupa gjafabréfið Framtíðarsjóður á www.gjofsemgefur.is