Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?

 
   
25.11.2014
Samstarf um jólaaðstoð í Reykjavík
Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. Bjarni Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Hjálp­ar­starfs­ins og Hjör­dís Kristinsdóttir flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum hand­söluðu sam­komu­lag um þetta í gær og sagði Bjarni við það tæki­færi að sam­starf og sam­ræm­ing á aðstoð væri alltaf af hinu góða. Hjálp­ræðis­her­inn og Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar hafa átt í far­sælu sam­starfi und­an­far­in ár meðal ann­ars um námseið og sum­ar­búðir fyr­ir efnalitlar fjöl­skyld­ur. Hjördís sagði það því nán­ast eðli­legt skref að vera einnig í sam­starfi um jólaaðstoðina.
Lesa meira...
tokum_vel_a_moti_fermingarbornunum.png
25.11.2014
Samstarf um jólaaðstoð í Reykjavík
Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. Bjarni Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Hjálp­ar­starfs­ins og Hjör­dís Kristinsdóttir flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum hand­söluðu sam­komu­lag um þetta í gær og sagði Bjarni við það tæki­færi að sam­starf og sam­ræm­ing á aðstoð væri alltaf af hinu góða. Hjálp­ræðis­her­inn og Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar hafa átt í far­sælu sam­starfi und­an­far­in ár meðal ann­ars um námseið og sum­ar­búðir fyr­ir efnalitlar fjöl­skyld­ur. Hjördís sagði það því nán­ast eðli­legt skref að vera einnig í sam­starfi um jólaaðstoðina.
Lesa meira...
03.11.2014
Fermingarbörn byrja að safna fyrir vatni í dag
Fermingarbsofnun_myndir_009.jpg

Á hverju hausti ganga tilvonandi fermingarbörn í hús og safna fé til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Börnin ganga tvö og tvö saman og foreldrar þeirra eru jafnvel með í för þegar þau banka upp á hjá landsmönnum með söfnunarbauk í hönd.

Áður en börnin ganga í hús fá þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli.

Með því að taka þátt í fjáröflunarverkefninu fá börnin innsýn í líf jafnaldra sinna í starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku og kynnast erfiðleikum sem þau búa við. Fermingarbörnin fá líka tækifæri til að ræða um ábyrgð okkar allra á því allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Í nóvember 2013 söfnuðu fermingarbörn 8.283.633 krónum til vatnsverkefna í Eþíópíu, Malaví og Úganda. Framlag fermingarbarna og stuðningur þeirra er ómetanlegur og kann Hjálparstarfið þeim bestu þakkir fyrir!

Með von um að þú, lesandi góður, takir vel á móti fermingarbörnunum sem banka upp á hjá þér með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd.

Bestu kveðjur,

Bjarni Gíslason,

framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar

03.11.2014
Irene og Ronald
Irene_og_Ronald_fyrir_vef.jpg

Undanfarinn mánuð hafa tvö ungmenni frá Úganda hitt tilvonandi fermingarbörn á Íslandi og sagt þeim frá sjálfum sér og aðstæðum heima fyrir. Irene er 19 ára og Ronald er 25 ára. Þau búa á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Lyantonde og Sembabule. Irene hefur lokið framhaldsskóla og kennt í grunnskóla. Ronald hefur lokið tveggja ára háskólanámi í félagsráðgjöf og starfað sem sjálfboðaliði að verkefnum okkar í þágu alnæmissjúkra og aðstandenda þeirra.
Irene og Ronald hafa mætt á skrifstofuna hjá okkur á morgnana til að undirbúa sig fyrir samtal við íslensk fermingarbörn og þá hefur okkur gefist tækifæri til að kynnast þeim aðeins. Þau fara í tölvuna og eru á Facebook alveg eins og krakkarnir okkar og þau eru flinkari á öppin en miðaldra skrifstofufólk í henni Reykjavík. Þau eru eldklár og alveg eins og íslenskir krakkar með sína drauma og þrár um góða framtíð.
Heima í Úganda eru aðstæður hins vegar töluvert öðruvísi en hér...

Lesa meira...
15.10.2014
Hjálparstarf kirkjunnar og kertaverksmiðjan Heimaey halda áfram samstarfi um Friðarljós
Svein_Palmason_og_Bjarni_Gislason.jpg

Sveinn Pálmason forstöðumaður kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar og Bjarni Gíslason framkvæmdatjóri Hjálparstarfs kirkjunnar handsöluðu í gær samkomulag um áframhaldandi samstarf um framleiðslu og sölu Friðarljósa, útikerta Hjálparstarfs kirkjunnar. Heimaey sem er verndaður vinnustaður og Hjálparstarf kirkjunnar hafa starfað saman í yfir tvo áratugi að framleiðslu Friðarljósa Hjálparstarfsins. Sá háttur hefur hingað til verið hafður á að Hjálparstarfið hefur útvegað dósir undir kertavax en Heimaey hefur sett vaxið í dósirnar. Samkvæmt nýjum samningi mun Heimaey alfarið sjá um framleiðsluna. Samningurinn er til þriggja ára, frá 2015 – 2017. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar er ánægður með nýja samninginn. „Það er frábært að halda áfram góðu samstarfi við Heimaey. Við munum selja þau Friðarljós í blikkdósum sem við eigum enn á lager hér en næstu þrjú árin mun Heimaey framleiða 5.000 útikerti í álformi á hverju ári fyrir Hjálparstarfið. Ef eftirspurn eftir Friðarljósum verður meiri en því nemur munum við að sjálfsögðu panta fleiri,“ sagði Bjarni í gær.