Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?
 

Hreint vatn breytir öllu - Við erum að safna fé til verkefna okkar í Afríku

Í Úganda og Eþíópíu er stærsti þátturinn í verkefnum okkar að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka. Þannig tryggjum við fólki aðgang að hreinu vatni. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabankanum. Ef þú ert ekki með heimabanka er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr.), gefa framlag á framlag.is eða með því að leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499. Takk fyrir stuðninginn!

20.01.2015
Börn á Indlandi studd til náms
Indland.jpg
Á starfsárinu 2013 - 2014 styrktu Hjálparstarf kirkjunnar og 300 íslenskir fósturforeldrar alls 489 börn til skólavistar. Fjörtíu og fjögur þeirra ganga í skóla en eru ekki á heimavist. 231 barn er í skóla og á heimavist og 214 ungmenni eru í bóklegu eða verklegu framhaldsnámi. Viltu taka þátt í verkefninu og gerast fósturforeldri? Meira um það hér
16.01.2015
Fataúthlutun hefst á nýjan leik þriðjudaginn 20. janúar
föt í janúar 2015 008 fyrir facebook 2.jpg
Eftir mikla törn í desember var gert hlé á fataúthlutun Hjálparstarfsins yfir jól og áramót. Fyrstu dagana í janúar nýttu sjálfboðaliðar til að taka fatnað upp úr pokum, flokka og raða í hillur en mikið magn gæðafatnaðar barst Hjálparstarfinu fyrir tilstilli söfnunarátaks eRótarý á Facebook á hautmánuðum. Notaðan fatnað er hægt að nálgast hér í húsnæði Hjálparstarfsins að Háaleitisbraut 66 á þriðjudögum frá kl. 10:00 - 12:00.
09.01.2015
Að leggja í Framtíðarsjóðinn er góð fjárfesting
gjafabref_3.jpg

Skólaárið 2013 - 2014 fengu sjötíu og átta ungmenni í 13 sveitarfélögum og 18 framhaldsskólum styrk úr Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar til greiðslu skólagjalda og fyrir bóka- og efniskostnaði. Meðalupphæð hvers styrks var 36.564 krónur. Þá fengu tólf ungmenni fartölvu að auki. Hjálparstarf kirkjunnar styður 16 - 20 ára gömul ungmenni til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Markmiðið með starfinu er að auka möguleika ungmennanna á öruggri framfærslu og farsælu lífshlaupi. Þú getur lagt starfinu lið með því að kaupa gjafabréfið Framtíðarsjóður á www.gjofsemgefur.is

08.01.2015
Við tökum aftur á móti umsóknum þann 14. janúar
aðstoð innanlands.jpg
Hjálparstarf kirkjunnar óskar landsmönnum gleði og friðar á nýju ári! Við byrjum að taka á móti umsóknum um aðstoð á nýjan leik miðvikudaginn 14. janúar næstkomandi klukkan 12 – 16. Notaðan fatnað má nálgast á þriðjudögum frá og með 20. janúar klukkan 10 – 12. Verið velkomin! 
06.01.2015
Örlátir jólasveinar og mamma þeirra styrkja starfið
Grýla afhendir Bjarna 885 þ kr.jpg

Grýla og syn­ir henn­ar, jóla­svein­arn­ir þrett­án, hafa nú yf­ir­gefið byggðir. Þau kvöddu borg­ar­búa fyrr í dag, á þrett­ánd­an­um, í Esju­stofu við Mó­gilsá um leið og þau af­hentu Hjálp­ar­starfinu tæp­lega 900 þúsund króna fram­lag frá Jólasveinaþjónustu Skyrgáms. Með fram­lag­inu nú vill Grýla minna á mik­il­vægi þess að gera góðverk allt árið um kring en ein­skorða það ekki við jól­in. Þá sagði hún eng­an geta gert allt fyr­ir alla en að hver og einn gæti lagt sitt af mörk­um og hjálpað ein­hverj­um. Jóla­sveinaþjón­usta Skyrgáms hef­ur frá stofn­un látið 20% af veltu sinni renna til Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar. Heild­ar­fram­lag er tæp­ar 10 millj­ón­ir og hef­ur því verið varið til að aðstoða ein­stak­linga í verk­efn­um Hjálparstarfsins bæði inn­an­lands og utan. Við þökkum grýlu og sonum hennar kærlega fyrir stuðninginn!