Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?
09.04.2015
Páskasöfnun Hjálparstarfsins
forsíðumynd fyrir vefinn.jpg

 

Við erum að safna fé til vatnsverkefnis okkar í Eþíópíu. Þú, lesandi góður, getur hjálpað með því að greiða valgreiðslu Hjálparstarfsins í heimabankanum, með því að hringja í síma 907 2003 (2.500 krónur), leggja inn á söfnunarreikning okkar númer 0334-26-50886, kt. 450670-0499 eða með framlagi á www.framlag.is.

Hjálp til sjálfshjálpar lykillinn að árangri 

Eþíópía er næstfjölmennasta ríki Afríku með um 90 milljónir íbúa. Tíðir þurrkar og árangurslitlar aðferðir í landbúnaði valda matarskorti en að staðaldri búa 8,3 milljónir íbúanna við ótryggt fæðuframboð og aðrar 6,7 milljónir líða skort yfir þurrkatímann. Á síðasta áratug hafa yfir 5 milljónir íbúa þurft á mataraðstoð að halda ár hvert. Í afskekktu og harðbýlu Sómalífylki verða þurrkar sífellt tíðari og fjórðungur íbúanna, 1 milljón manns, er háður mataraðstoð að staðaldri.    

Hjálparstarf kirkjunnar styður sjálfsþurftarbændur og hálfhirðingja í Jijiga í Sómalífylki til sjálfshjálpar. Markmiðið með starfinu er að auka fæðuöryggi og bæta lífskjör með því að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni. Með auknu aðgengi að hreinu vatni og umhverfisvernd eykst framleiðslan og heilsufar batnar. Verkefnið okkar er heildrænt og samþætt og í því er lögð áhersla á valdeflingu kvenna, sjálfbæra þróun verkefnisins og uppbyggingu þekkingar í samfélaginu.  

Lesa meira...
09.04.2015
Margt smátt ... fréttablaðið okkar er komið út
forsíðumynd.jpg
Í blaðinu fjöllum við um starfið í Eþíópíu en nú stendur einmitt yfir söfnun fyrir verkefni okkar þar. Þá er umfjöllun um fjölbreytt starf hér innanlands, um verkefnin í Úganda og á Indlandi og við fjöllum um fátækt. Breytendur láta í sér heyra í blaðinu og fjalla um stóra samhengið. Endilega kíktu á blaðið.
19.03.2015
Inneignarkort til eftirbreytni
matarkort Arion 003minni 2.jpg

Evrópsku kærleiksþjónustusamtökin Eurodiaconia hafa útnefnt nálgun Hjálparstarfs kirkjunnar í vinnu með fólki sem býr við fátækt og félagslega einangrun sem eina af tíu bestu aðferðum innan samtakanna við að styðja fólk til virkni og aukinnar þátttöku í samfélaginu.

Í skýrslu Eurodiaconia frá desember 2014 (sjá www.eurodiaconia.org) er tekið undir það sjónarmið Hjálparstarfsins að fólki sé sýnd meiri virðing með því að láta því í té inneignarkort í matvöruverslanir í stað beinna matargjafa í poka. Að valdefling sem leiðir til sjálfshjálpar felist í því að gera fólki kleift að fara sjálft í þá matvöruveslun sem það kýs og kaupa matvörur að eigin vali. Þá telur Eurodiaconia til eftirbreytni hvernig Hjálparstarfið tvinnar saman efnislegan stuðning, ráðgjöf, sjálfstyrkingar- og virknivinnu með skjólstæðingum.

Lesa meira...
19.03.2015
Ótrúlegur stuðningur!
ACT PAUL JEFFREY 3 minni.jpg

Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum mjög þakklát fyrir þann frábæra stuðning sem starf okkar fær úr öllum áttum. Mjög margir leggja sitt af mörkum, einstaklingar greiða valgreiðslur sem við sendum í heimabanka, leggja inn á söfnunarreikninga, hringja í söfnunarsíma og kaupa gjafabréfin okkar á gjofsemgefur.is. Fyrirtæki taka mjög vel í styrkbeiðni okkar, bankar, stéttarfélög, sóknir og samtök leggja fram umtalsverða fjármuni. Heildarsöfnunarfé síðustu þrjá mánuði er samtals 70 milljónir króna, þar af eru 37 milljónir til innanlandsstarfsins og 33 milljónir til verkefna erlendis.

Sá mikli stuðningur sem starfið nýtur ber vott um að margir eru sammála markmiðum Hjálparstarfsins hvort heldur sem er í þróunarsamvinnuverkefnum erlendis, t.d. í Eþíópíu þar sem fleirum er tryggður aðgangur að hreinu vatni eða í starfinu á Íslandi þar sem t.d. er veittur tímabundinn efnislegur stuðningur með inneignarkortum í matvöruverslunum og efnaminni framhaldsskólanemendur fá styrk til greiðslu skólagjalda.

Lesa meira...
29.01.2015
Seldu handverk og gáfu andvirðið til vatnsverkefna Hjálparstarfsins
krakkar í Foldaskóla 2015.jpg
Fjörtíu börn í 6. bekk Foldaskóla í Grafarvogi bjuggu til lyklakippur, segla, tréleikföng, stafasnaga, speglakrossa, hálsmen, armbönd, jólakort og bókamerki og seldu í verlsunarmiðstöð nú fyrir jólin. Afraksturinn, 49.407 krónur, gáfu þau til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og Eþíópíu. Þau voru spurul og áhugasöm þegar fulltrúi Hjálparstarfsins sagði þeim frá verkefnunum í síðustu viku. Kærar þakkir krakkar fyrir framtakið og stuðninginn!