Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Fyrir vefsíðuna
Viltu senda
minningarkort?
15.08.2017
Ekkert barn útundan! Hjálparstarf kirkjunnar styður efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs
_28A9338-TH-Thorkelsson-14.08.2017-20x30 fyrir vef

 

Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin sem og kostnað vegna námsgagna þar sem greiða þarf fyrir þau.

Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör geta leitað stuðnings hjá Hjálparstarfinu við að útbúa börnin í skólann. Við erum á Háaleitisbraut númer 66, neðri hæð Grensáskirkju. Það er opið hjá okkur frá 8 - 16 á virkum dögum.

Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá okkur og við búumst við svipuðum fjölda umsókna um stuðning nú. Efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum.  Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!

Við söfnum nú fyrir verkefninu og höfum stofnað valgreiðslukröfu með skýringunni Styrkur í heimabanka landsmanna að uphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 með textanum Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi.

20.06.2017
Tekur allt að þrjár vikur að komast á öruggan stað
Flóttafólk frá Suður-Súdan

Í dag er alþjóðadagur flóttafólks. Í Úganda eru 800 þúsund flóttamenn, mest konur og börn sem hafa flúið undan stríðandi fylkingum sem ráðast í síauknum mæli á almenning í Suður-Súdan. Flóttinn yfir landamærin til Norður-Úganda getur tekið allt að þrjár vikur og það er þreytt fólk sem stígur úr rútum sem flytja fólkið í flóttamannabyggðirnar þar sem það fær strax vatn, mat og skjól. Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent um þrettán milljóna króna framlag Íslendinga til aðstoðar við fólkið.

Í Moyohéraði í Norður-Úganda samhæfir Lútherska heimssambandið, LWF, aðstoð mannúðarsamtaka við flóttafólk frá Suður-Súdan og hefur til þess umboð frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Flóttafólkið fær orkubita og vatn við komuna á móttökusvæði LWF. Því næst fer fólkið í sjúkraskýli þar sem læknir hlúir að þeim sem þurfa aðstoð. Eftir læknisskoðun sest fólkið hjá fulltrúa Lútherska heimssambandsins sem skráir það bráðabirgðaskráningu inn í landið. Rúta bíður svo fólksins og keyrir það í flóttamannabyggðir þar sem það fær heitan mat einu sinni á dag og hefur aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu. Fólkið fær efni til að reisa sér bráðabirgðaskýli um leið og það hefst handa við að reisa hefðbundin hús. Börnin taka þátt í skólastarfi og fólkið fær aðstoð við að aðlagast lífinu á nýjum stað í sátt og samlyndi við heimamenn. Þangað til uppskera fæst fær fólkið mánaðarlega skammta af hráefni til matargerðar.

06.06.2017
Mannúðaraðstoð í Sómalíu vegna þurrka og uppskerubrests
Vannæring í Sómalíu

Í júníbyrjun sendi Hjálparstarf kirkjunnar 15,8 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Sómalíu vegna þurrka og langvarandi ófriðar í landinu. Markmiðið er að tryggja 60.600 manns nægan aðgang að fæðu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Utanríkisráðuneytið veitti 15 milljóna króna styrk til aðstoðarinnar en það er Hjálparstarf norsku kirkjunnar sem stýrir starfinu á vettvangi.

Veðurfyrirbrigðið El Nino hefur nú valdið mestu öfgum í veðurfari í Sómalíu í 50 ár. Stopul úrkoma síðan um mitt ár 2015 hefur leitt til vatnsskorts sem hefur valdið alvarlegum uppskerubresti. Skepnur hafa fallið úr hor og fólkið hefur neyðst til að selja eigur sínar og taka lán til þess að lifa af. Langvarandi ófriður í landinu gerir ástandið enn verra þar sem hann hefur leitt til þess að fólk hefur þurft að flýja heimkynni sín. Nú er talið að um helmingur þjóðarinnar, yfir sex milljónir íbúa, þurfi á mannúðaraðstoð að halda.

Hjálparstarf kirkjunnar í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og Lútherska heimssambandið hafa skipulagt heildræna aðstoð í fylkjunum Puntland og Somalíland til loka febrúar 2018. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna í neyðarbeiðni frá Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance.

07.04.2017
Nístandi fátækt neyðir börn og ungmenni út í vændi og glæpi. Gefum þeim séns!
IMG_8417

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun fyrir verkefni í þágu barna og ungmenna í Kampala höfuðborg Úganda en þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf. Því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af.

Hjálparstarfið hefur sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna að upphæð 2.400 krónur en einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning nr. 0334-26-050886, kt. 450670-0499, gefa frjálst framlag á framlag.is eða hringja í 907 2003 og greiða 2500 krónur með næsta símreikningi.

07.04.2017
Kampalaverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar
IMG_8301

 Kampalaverkefni Hjálparstarfsins er í þremur fátækrahverfum í höfuðborginni og varir í 3 ár. Áætlaður heildarkostnaður er um 33 milljónir króna.

Markhópurinn eru 1500 börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára en markmiðið er að unga fólkið öðlist verkkunnáttu sem það geti nýtt til að sjá sér farborða, að það taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina og að þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Lútherska heimssambandið og samtökin UYDEL (Ugandan Youth Development Link) með góðum stuðningi utanríkisráðnuneytisins.

UYDEL hefur rúmlega tuttugu ára reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum Kampala. Þau reka verkmenntamiðstöðvar þar sem ungmennin  geta valið sér ýmis svið og öðlast nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð.