Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?
19.03.2015
Inneignarkort til eftirbreytni
matarkort Arion 003minni 2.jpg

Evrópsku kærleiksþjónustusamtökin Eurodiaconia hafa útnefnt nálgun Hjálparstarfs kirkjunnar í vinnu með fólki sem býr við fátækt og félagslega einangrun sem eina af tíu bestu aðferðum innan samtakanna við að styðja fólk til virkni og aukinnar þátttöku í samfélaginu.

Í skýrslu Eurodiaconia frá desember 2014 (sjá www.eurodiaconia.org) er tekið undir það sjónarmið Hjálparstarfsins að fólki sé sýnd meiri virðing með því að láta því í té inneignarkort í matvöruverslanir í stað beinna matargjafa í poka. Að valdefling sem leiðir til sjálfshjálpar felist í því að gera fólki kleift að fara sjálft í þá matvöruveslun sem það kýs og kaupa matvörur að eigin vali. Þá telur Eurodiaconia til eftirbreytni hvernig Hjálparstarfið tvinnar saman efnislegan stuðning, ráðgjöf, sjálfstyrkingar- og virknivinnu með skjólstæðingum.

Lesa meira...
19.03.2015
Ótrúlegur stuðningur!
ACT PAUL JEFFREY 3 minni.jpg

Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum mjög þakklát fyrir þann frábæra stuðning sem starf okkar fær úr öllum áttum. Mjög margir leggja sitt af mörkum, einstaklingar greiða valgreiðslur sem við sendum í heimabanka, leggja inn á söfnunarreikninga, hringja í söfnunarsíma og kaupa gjafabréfin okkar á gjofsemgefur.is. Fyrirtæki taka mjög vel í styrkbeiðni okkar, bankar, stéttarfélög, sóknir og samtök leggja fram umtalsverða fjármuni. Heildarsöfnunarfé síðustu þrjá mánuði er samtals 70 milljónir króna, þar af eru 37 milljónir til innanlandsstarfsins og 33 milljónir til verkefna erlendis.

Lesa meira...
29.01.2015
Seldu handverk og gáfu andvirðið til vatnsverkefna Hjálparstarfsins
krakkar í Foldaskóla 2015.jpg
Fjörtíu börn í 6. bekk Foldaskóla í Grafarvogi bjuggu til lyklakippur, segla, tréleikföng, stafasnaga, speglakrossa, hálsmen, armbönd, jólakort og bókamerki og seldu í verlsunarmiðstöð nú fyrir jólin. Afraksturinn, 49.407 krónur, gáfu þau til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og Eþíópíu. Þau voru spurul og áhugasöm þegar fulltrúi Hjálparstarfsins sagði þeim frá verkefnunum í síðustu viku. Kærar þakkir krakkar fyrir framtakið og stuðninginn!
20.01.2015
Börn á Indlandi studd til náms
Indland.jpg
Á starfsárinu 2013 - 2014 styrktu Hjálparstarf kirkjunnar og 300 íslenskir fósturforeldrar alls 489 börn til skólavistar. Fjörtíu og fjögur þeirra ganga í skóla en eru ekki á heimavist. 231 barn er í skóla og á heimavist og 214 ungmenni eru í bóklegu eða verklegu framhaldsnámi. Viltu taka þátt í verkefninu og gerast fósturforeldri? Meira um það hér
16.01.2015
Fataúthlutun hefst á nýjan leik þriðjudaginn 20. janúar
föt í janúar 2015 008 fyrir facebook 2.jpg
Eftir mikla törn í desember var gert hlé á fataúthlutun Hjálparstarfsins yfir jól og áramót. Fyrstu dagana í janúar nýttu sjálfboðaliðar til að taka fatnað upp úr pokum, flokka og raða í hillur en mikið magn gæðafatnaðar barst Hjálparstarfinu fyrir tilstilli söfnunarátaks eRótarý á Facebook á hautmánuðum. Notaðan fatnað er hægt að nálgast hér í húsnæði Hjálparstarfsins að Háaleitisbraut 66 á þriðjudögum frá kl. 10:00 - 12:00.